Jarðskjálftahrina hófst í nótt

Skjálftahrinan hófst 200 km norður af Gjögurtá.
Skjálftahrinan hófst 200 km norður af Gjögurtá. Kort/Veðurstofa Íslands

Um korter yfir eitt í nótt hófst skjálftahrina 200 km norður af Gjögurtá, sem er við mynni Eyja­fjarðar.

Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, sem barst rétt eftir klukkan hálfþrjú í nótt, segir að mælst hafi fimm skjálftar stærri en 3 að stærð og af þeim voru tveir stærstu 3,6 að stærð.

„Skjálftarnir eru á jaðri þess svæðis sem jarðskjálftamælanet Veðurstofunnar getur fundið með góðu móti og því má gera ráð fyrir að nokkur fjöldi minni skjálfta fylgi þeim stærri en mælist illa á mælum,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að skjálftavirkni sé vel þekkt á þessu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert