Forstjóri Landspítala og formaður Landsbjargar hafa ekki fengið staðfest að undanþágubeiðnir þeirra vegna mögulegs verkfalls olíubílstjóra í Eflingu á morgun, um að fá eldsneyti til að knýja tæki sín, séu samþykktar.
Undanþágunefnd Eflingar fundar nú um beiðnirnar sem hafa borist, sem að sögn Sólveigar Önnu eru hátt í tvö hundruð talsins.
Gunnar Hörður Garðarsson, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, sagði fyrr í kvöld að beiðnir lögreglunnar, um að áfram verði hægt að afla eldsneytis til að knýja bifreiðar embættisins þrátt fyrir verkfall, hefðu verið samþykktar.