Mikið tjón á vegakerfi eftir vatnavexti

Vatnavextir við Rauhóla í gær.
Vatnavextir við Rauhóla í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Mikl­ar rign­ing­ar voru um sunn­an- og vest­an­vert landið í gær. Jókst víða í vötn­um og flæddu ár yfir bakka sína. Snjór bráðnaði hratt og krapa­flóð féllu. Veru­lega dró úr rign­ingu síðdeg­is en í gær var bú­ist við að flóðatopp­ar kæmu fram í gær­kvöldi og nótt.

Mikl­ar skemmd­ir urðu á veg­um á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum þar sem ræsi höfðu ekki und­an. Þá þurfti einnig að loka Skeiða- og Hruna­manna­vegi við Stóru-Laxá vegna vatna­vaxta. Vatn flæddi í stríðum straumi um Tálkna­fjörð í gær og þurftu viðbragðsaðilar að dæla því út í sjó.

Nokk­urt tjón varð í Saur­bæ í Döl­um þar sem veg­ir, tún og girðing­ar fóru á kaf í vatn. Þá féllu einnig girðing­ar í aur­skriðum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert