Mikið tjón á vegakerfi eftir vatnavexti

Vatnavextir við Rauhóla í gær.
Vatnavextir við Rauhóla í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Miklar rigningar voru um sunnan- og vestanvert landið í gær. Jókst víða í vötnum og flæddu ár yfir bakka sína. Snjór bráðnaði hratt og krapaflóð féllu. Verulega dró úr rigningu síðdegis en í gær var búist við að flóðatoppar kæmu fram í gærkvöldi og nótt.

Miklar skemmdir urðu á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem ræsi höfðu ekki undan. Þá þurfti einnig að loka Skeiða- og Hrunamannavegi við Stóru-Laxá vegna vatnavaxta. Vatn flæddi í stríðum straumi um Tálknafjörð í gær og þurftu viðbragðsaðilar að dæla því út í sjó.

Nokkurt tjón varð í Saurbæ í Dölum þar sem vegir, tún og girðingar fóru á kaf í vatn. Þá féllu einnig girðingar í aurskriðum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert