Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan tíu í morgun að veitingastað við Höfðabakka í Reykjavík.
Neistar bárust frá rafmagnstöflu en að sögn varðstjóra var talið að reyk legði frá töflunni, en líklega kviknaði þó enginn eldur.
Hann gerir ráð fyrir að einhverjar skemmdir séu á rafmagnstöflunni en annars er um minniháttar atvik að ræða.