Réttarhöld í Samherjamáli hefjast í haust

Réttarhöldin í Namibíu hefjast í haust.
Réttarhöldin í Namibíu hefjast í haust. mbl.is/Sigurður Bogi

Réttarhöld yfir tíu mönnum sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu hefjast þann 2. október og er gert ráð fyrir því að þau standi yfir fram í júní árið 2024.

Um er að ræða namibíska stjórnmálamenn, frændfólk þeirra, stjórnarformann Fishcor og fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, fyrir að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að fiskimiðum Namibíu.

Mættu fyrir dóm í morgun

Íslendingar, sem namibísk stjórnvöld hugðust ákæra í málinu, voru ekki ákærðir þar sem ekki er hægt að ákæra menn sem verða fjarverandi þar í landi.

Mættu sakborningarnir fyrir dóm í Windhoek, höfuðborg Namibíu, í morgun þar sem dagsetning réttarhaldanna var tilkynnt. Voru það þeir Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður Fishcor, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert