Tímabundin lokun verður á Ólafsfjarðarvegi, Ólafsfjarðar megin skammt frá Múlagöngum, til um klukkan 13 í dag vegna rútu sem fór utan vegar.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Unnið er að því að ná rútunni upp á veginn og verður lögregla með umferðarstjórn á meðan aðgerðir standa yfir.