Vegna vatnavaxta verður Skeiða- og Hrunamannavegi lokað við Stóru-Laxá þar til síðdegis í dag.
Á vef Vegagerðarinnar er bent á hjáleið um Skálholtsveg, Biskupstungnabraut og Bræðratungnaveg.
Þá er einnig varað við steinkasti og brotholum í malbiki vegna leysinga á vegum á Suður-, Vestur- og Norðurlandi.