Undanþágubeiðnir lögreglu samþykktar

Undanþágubeiðnir lögreglu voru samþykktar.
Undanþágubeiðnir lögreglu voru samþykktar. Samsett mynd

Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt beiðnir lögreglunnar, um að áfram verði hægt að afla eldsneyt­is til að knýja bif­reiðar embætt­is­ins, vegna fyrirhugaðs verkfalls olíubílstjóra verkalýðsfélagsins.

Þetta staðfestir Gunnar Hörður Garðarsson, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, við mbl.is.

Verkfall olíubílstjóranna hefst á hádegi á morgun ef samningar milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins nást ekki fyrir þann tíma.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við mbl.is fyrr í kvöld að hátt í 200 undanþágubeiðnir lægju fyrir. Nefndin kom saman til fundar í kvöld til að fara yfir og afgreiða beiðnirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert