Bílslys við Breiðholtsbraut

Umferðarteppa á Sæbraut í morgun eftir áreksturinn við Skútuvog.
Umferðarteppa á Sæbraut í morgun eftir áreksturinn við Skútuvog. Ljósmynd/Aðsend

Bílslys varð við Breiðholtsbraut og Dalveg núna á ellefta tímanum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er mætt á staðinn til þess að kanna aðstæður og hlúa að einstaklingunum sem lentu í slysinu.

Frekri upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Uppfært kl. 11.27:

Um tvo fólksbíla var að ræða. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var einn úr bílunum tveimur fluttur á slysadeild til skoðunar en meiðslin eru ekki talin alvarleg.

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Annar árekstur við Skútuvog

Árekstur varð einnig við Skútuvog. Þrír sjúkrabílar og dælubíll voru sendir á vettvang en slysið reyndist minniháttar og var enginn fluttur á slysadeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert