Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar gaf í skyn á samstöðufundi Eflingarfólks að eitthvað væri að þokast í kjaraviðræðum SA og Eflingar.
„Það eina sem ég get sagt er að það er ríkulegur samningsvilji hjá Eflingu,“ segir Sólveig Anna.
Hún segir að Eflingarfólk hafi von í brjósti um hægt verði að ná góðum kjarasamningum
Eru eitthvað að þokast? „Við bindum miklar vonir um að mögulega geti eitthvað slíkt gerst, að eitthvað sé að gerast“ segir Sólveig Anna eftir ræðu á samstöðufundi Eflingar í samtali við mbl.is
Í þann mund rauk hún að nýju í Karphúsið til samningaviðræðna.
Ekki verður annað sagt en að að það kveði við nýjan tón en í ræðu sinni á samstöðufundinum blés hún fólki byr í brjóst. Þegar leið á ræðuna gaf hún í skyn við viðstadda að eitthvað væri að þokast í viðræðunum.