„Á meðan það er ekki frá neinu að greina þá hef ég ósköp lítið að segja,“ segir Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.
Ástráður fékkst þó til að segja örfá orð við fréttamenn á leið sinni í milli álma í Karphúsinu nú í hádeginu.
Hann hefur fundað með forsvarsmönnum deiluaðila í sitt hvoru lagi en vildi lítið gefa upp um efni þeirra funda.
„Á meðan við höfum einhvern feril í gangi sem er jákvæður þá höldum við áfram. Við erum að reyna að tala saman.“