Formlegar kjaraviðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eru enn ekki hafnar en fundi þeirra með settum ríkissáttasemjara var að ljúka í Karphúsinu.
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, segir að engin niðurstaða liggi fyrir eftir fundinn.
Búið er að boða nýjan fund klukkan 10 í fyrramálið.
Eyjólfur kveðst hóflega bjartsýnn fyrir fundinn á morgun og vonast til að formlegar kjaraviðræður hefjist þá. Að öðru leyti vill hann gefa lítið upp um stöðu viðræðna.