Fundur hafinn hjá sáttasemjara

Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari, í Karphúsinu. Fundur hófst aftur klukkan …
Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari, í Karphúsinu. Fundur hófst aftur klukkan átta í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundur er hafinn á nýjan leik í Karphúsinu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hlé var gert á fundahöldum um fimmleytið í dag.

Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, sagði fyrr í dag að reynt yrði að finna grundvöll fyrir formlegum viðræðum í kvöld. 

Formenn Eflingar og SA hafa lítið gefið upp um gang viðræðnanna en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hefur sagst vilja stöðva verkfallið sem fyrst. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist hafa trú á því að verkfallsaðgerðir Eflingar muni skila betri samningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert