Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er farinn veikur heim eftir stífa fundi í Karphúsinu í dag, samkvæmt upplýsingum mbl.is.
Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA mun áfram funda fyrir hönd samtakanna.
Verkfall olíubílstjóra í Eflingu hjá Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu, sem og hótelstarfsmanna hjá Berjaya-hótelum og Reykjavík Edition, hófst á hádegi í dag.
Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari boðaði Eflingu og SA á fund klukkan níu í morgun í Karphúsinu. Þar hefur undanþágunefnd Eflingar einnig fundað í dag.