Hildur nýr framkvæmdarstjóri PLAIO

Hildur Rún Guðþjóns er nýr framkvæmdarstjóri PLAIO
Hildur Rún Guðþjóns er nýr framkvæmdarstjóri PLAIO Ljósmynd/Aðsend

Hildur Rún Guðjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri árangursdrifinna viðskiptatengsla hjá PLAIO. Hún mun stýra innleiðingum á hugbúnaðarkerfi PLAIO. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Áður hafði hún starfað sem verkefnastjóri á sviði viðskiptalausna hjá Deloitte. Hún er með bæði meistara- og bakkalársgráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Hún verður lykilmaður í uppbyggingu PLAIO á alþjóðavísu“ segir Jóhann Guðbjargarson, framkvæmdarstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins.

PLAIO sér um þróun hugbúnaðar fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert