Spáð er suðlægri átt, 8 til 13 metrum á sekúndu og éljagangi en bjart verður að mestu norðaustan til. Bætir í snjókomu á austanverðu landinu seint í dag.
Vestan 8-13 m/s og él verða á morgun, en 10-15 m/s og bjartviðri austanlands.
Hiti verður um eða undir frostmarki.
Vegfarendur og ferðafólk eru hvött til að sýna aðgæslu nærri vatnsfarvegum þar sem krapaflóð geta borist niður eða ár flætt yfir bakka sína sem og undir hlíðum þar sem grjót eða skriður geta fallið.