Nefndirnar ekki enn við sama borð

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og SA.
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og SA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engin fasaskipti hafa orðið í viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, að sögn Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara í kjaradeilunni.

Fundi lauk fyrir skömmu í Karphúsinu en þar hafa samninganefndir Eflingar og SA fundað með sáttasemjara í hvoru lagi fyrir sig. Hefur það fyrirkomulag verið frá því í morgun.

Ástráður gaf lítið upp um stöðu mála en eiginlegar kjaraviðræður eru enn ekki hafnar. 

Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert