Samstöðufundur Eflingarfólks hófst nú klukkan 12 í Norðurljósasal Hörpu í kjölfar þess að starfsfólk hjá Samskipum, Berajaya Hotels, Skeljungi, Edition og Olíudreifingar hófu verkfall sem hófst á hádegi.
Ætlunin er að þeir sem staðfesti þáttöku sína í verkfallinu mæti en skráning verkfallsstyrkja fer fram á fundinum. Þegar eru á annað hundrað manns komnir í hús og samlokur í boði.
Á vef Eflingar segir að á þessum fundi geti fólk sem lagt hefur niður störf staðfest þátttöku sína í verkfallinu, skráning vegna verkfallsstyrkja fer fram, lifandi tónlist verður spiluð, haldnar verða ræður, matur og drykkur verða í boði og upplýsingar gefnar um hvernig er hægt að taka þátt í verkfallsvörslu. Viðburðurinn stendur til klukkan 16.