Umhverfisstofnun varar við meðhöndlun á olíu. Skulu landsmenn gæta þess að olíu komist með engum hætti í jarðveg, niðurföll, frárennslislögnum, vatnsföllum eða aðra staði þar sem hún gæti valdið mengun.
Í ljósi þess að almenningur og rekstraraðilar eru að undirbúa söfnun varabirgða eldsneytis sendi Umhverfisstofnun frá sér tilkynningu um rétta geymslu á olíuefnum.
Þar kemur fram að geymsla á olíuefnum í hýbýlum manna, eins og bílskúrum, í smærri útiskúrum eða við húsvegg, getur verið mjög varasöm og valdið bæði íkveikju- og sprengihættu.
Þar að auki skulu öll olíuefni vera geymd í traustum lekabyttum þar sem öruggt er að efnið komist ekki í frárennslið. Óheimilt er að losa olíuefni í niðurföll eða önnur fráveitukerfi.
Umhverfisstofnun bendir á að við hvers kyns geymslu á olíuefnum gildi ákveðnar reglur sem bæði almenningur og rekstraraðilar þurfi að fylgja.
Lesa má meira um reglur um geymslu á olíuefnum í tilkynningu Umhverfisstofnunnar.