Boðar tíðindi á milli sjö og átta

Ástráður ræddi við blaðamenn í Karphúsinu.
Ástráður ræddi við blaðamenn í Karphúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífins, boðar tíðindi í kjaradeilunni í kvöld.

Í samtali við blaðamenn segir hann að á milli klukkan sjö og átta í kvöld muni liggja fyrir hvort kjaraviðræður hefjist fyrir alvöru.

Samninganefnd Eflingar er farin úr Karphúsinu þar sem fundað hefur verið í dag. Búist er við að nefndin snúi aftur í Karphúsið klukkan sjö í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert