Efling frestar öllum verkföllum

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkfalli félagsmanna í Eflingu hefur verið frestað fram á sunnudag. Settur ríkissáttasemjari hefur boðað fund klukkan 10 í fyrramálið.

Þetta var tilkynnt rétt í þessu í Karphúsinu.

Þá hefur verið fyrirskipað svokallað fjölmiðlabann sem mun væntanlega fela í sér að deiluaðilar megi ekki ræða við blaðamenn.

Forsenda fyrir áframhaldandi viðræðum

Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í dag frá því klukkan 10 í morgun með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara í kjaradeilunni.

Eins og Morgunblaðið greindi frá í morgun gerðu SA það að forsendu fyrir áframhaldandi kjaraviðræðum að verkfalli yrði frestað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert