Efling fær viðbótarfrest til klukkan 19

Samninganefnd Eflingar í Karphúsinu.
Samninganefnd Eflingar í Karphúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heim­ild­ir mbl.is herma að Efl­ingu hafi verið gef­inn viðbótar­frest­ur til klukk­an 19, til að svara hvort fé­lagið sé reiðubúið að fresta verk­falli á meðan eig­in­leg­um samn­ingaviðræðum stend­ur.

Fyrst greindi mbl.is frá því að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hefðu gefið verka­lýðsfé­lag­inu frest til kukk­an 18.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, bað í kjöl­farið um viðbótar­frest og fékk hann.

Viðræður enn ekki hafn­ar

Sól­veig yf­ir­gaf Karp­hús­ið á sjötta tím­an­um til að fara á stjórn­ar­fund Efl­ing­ar. Hún kvaðst þá aðspurð vænta þess að koma aft­ur í Karp­húsið síðar í dag.

Form­leg­ar kjaraviðræður milli Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins eru enn ekki hafn­ar. Ástráður Har­alds­son, sett­ur rík­is­sátta­semj­ari í kjara­deilu Efl­ing­ar og SA, hef­ur fundað með samn­inga­nefnd­um frá því klukk­an tíu í morg­un.

Fyrst var greint frá því í Morg­un­blaðinu, að SA hefðu sett það sem for­sendu fyr­ir form­leg­um kjaraviðræðum að verk­falli yrði frestað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert