Eldri húsin hverfa jafnt og þétt

Heklureiturinn.
Heklureiturinn. mbl.is/Árni Sæberg

Húsin sem stóðu á Heklureitnum svonefnda hverfa sjónum jafnt og þétt. Vinnuvélar hafa verið þar að störfum undanfarna mánuði til að undirbúa reitinn fyrir nýbyggingar.

Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu stendur til að reisa þarna allt að 440 íbúðir á næstu árum. Í tveimur fyrstu áföngunum rísa 180 íbúðir. Miðað við að meðalsöluverð íbúðar sé 80 milljónir króna er söluverðmæti íbúða á reitnum um 35 milljarðar.

Áformað er að hefja sölu á fyrstu íbúðunum árið 2025, en byrjað verður á tveimur átta hæða fjölbýlishúsum út frá horni Laugavegar og Nóatúns. Hæðirnar verða átta næst Laugaveginum en stallast niður upp að Brautar­holti.

Reiturinn komst í eigu Arnar Kjartanssonar og félaga haustið 2021. Þeir hafa skipt reitnum í fimm hluta en eftir er að rífa eldri hús fyrir síðari áfanga verksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka