Forsenda viðræðna að verkfalli verði frestað

Í brennidepli. Forsvarsmenn Eflingar og Samtaka atvinnulífsins komu saman til …
Í brennidepli. Forsvarsmenn Eflingar og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar í Karphúsinu í gærmorgun og svöruðu spurningum fjölmiðla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Af hálfu Samtaka atvinnulífsins er það forsenda frekari viðræðna við Eflingu, að verkfalli verði frestað meðan á þeim stendur. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins en greint er frá þessu í blaðinu í dag.

Á hádegi í gær skall á verkfall olíubílstjóra hjá Olíudreifingu og Skeljungi, auk verkafólks hjá Samskipum, Berjaya-hótelum og Edition-hótelinu.

Klukkan níu í gærmorgun höfðu fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mætt til fundar í Karphúsinu sem Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, boðaði til kvöldið áður. Hlé var gert á fundum klukkan 17 og komu aðilar aftur til fundar klukkan 20.

Eitt til tvö þúsund manns án gistingar

Að óbreyttu verða eitt til tvö þúsund manns án gistingar um helgina vegna verkfalls hótelstarfsfólks, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Mikil ásókn hefur verið að bensínstöðvum olíufélaganna og margir ökumenn vilja tryggja sér eldsneyti þegar við blasir ótímabundið verkfall olíubílstjóra og tankar bensínstöðvanna tæmast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert