Listakonurnar Steinunn Gunnlaugsdóttir og Bryndís Björnsdóttir hafna báðar sök í styttumálinu svokallaða. Málinu var hins vegar frestað við þingfestingu í dag til 20. mars á meðan lögmaður listakvennanna vinnur greinargerð.
Mikla athygli vakti þegar styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur var stolið frá Laugarbrekku af Snæfellsnesi. Styttan birtist að nýju í listaverki listakvennanna við Nýlistasafnið í Reykjavík í apríl á síðasta ári.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/02/13/listakonur_akaerdar_vegna_styttumalsins/
Lögregla fjarlægði í kjölfarið verk listakvennanna og þurfti úrskurð Landsréttar til að fá að aðskilja verkin tvö. Styttunni af Guðríði, sem kallast Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku og er eftir Ásmund Sveinsson, var komið aftur á sinn stað á Laugarbrekku í fyrrasumar.
Er þeim gert að hafa brotið gegn höfundarréttarlögum með því að nota verk Ásmundar heimildarlaust í eigin þágu með því að innlima það í eigið listaverk.
Héraðssaksóknari krefst þess að listakonurnar verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Eins gerir gerir Guðríðar- og Laugabrekkuhópurinn bótakröfu upp á rúm 1,5 milljónir króna auk vaxta.