Heilsugæsla Grafarvogs flutt í Árbæinn

Vegna yfirstandandi viðgerða á húsnæði Heilsugæslu Grafarvogs í Spönginni verður …
Vegna yfirstandandi viðgerða á húsnæði Heilsugæslu Grafarvogs í Spönginni verður öll starfsemi heilsugæslustöðvarinnar flutt í Hraunbæ 115 í Árbænum þar til endurbótum á húsnæðinu er lokið. Ljósmynd/Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Öll starfsemi Heilsugæslu Grafarvogs verður tímabundið flutt í Árbæinn vegna yfirstandandi viðgerða á húsnæðinu í Spönginni.

Sú starfsemi sem nú er í Spönginni verður flutt á fimmtudaginn í næstu viku yfir í Hraunbæ 115 en það er sama hús og Heilsugæsla Árbæjar er staðsett í. Heilsugæsla Grafarvogs verður á 1. hæð hússins. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Lokað verður fyrir móttöku á dagvakt þegar flutningar fara fram en síminn verður þó opinn og hjúkrunarfræðingar veita ráðgjöf í gegnum hann. Önnur starfsemi verður að mestu óbreytt. 

Áformað er að gera upp húsnæði heilsugæslunnar í Spönginni og standa vonir til þess að það verði tilbúið snemma á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert