Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt beiðni heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsugæslan mun því fá afgreitt eldsneyti á bíla sína en flestir þeirra eru notaðir af starfsfólki sem sér um heimahjúkrun. Undanþágan nær yfir 79 bíla.
Þetta kemur fram á vef heilsugæslunnar.
Starfsfólk heilsugæslunnar sinnir heimahjúkrun í Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði ásamt því að vitja fólks allan sólarhringinn. Þar að auki sinnir heilsugæslan annarri læknisþjónustu svo sem geðlæknisþjónustu.
Ekki var sótt um undanþágu sem næði utan um eldneytiskaup fyrir bíla starfsfólks þar sem staðfest hefur verið að Strætó muni halda áfram að ganga.
Hvað varðar frekari undanþágubeiðnir verður sótt um þær ef nauðsyn krefur, til dæmis ef boðað verður til verkfalls hjá starfsfólki fyrirtækis sem sjái um ræstingarþjónustu heilsugæslustöðva. Það verði þá gert til þess að heilsugæslan geti haldið áfram störfum sínum.