Íbúð í miðbænum reykræst

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu reykræsti íbúð í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir hádegi í dag.

Pottur með plastloki var settur inn í ofn með þeim afleiðingum að mikill reykur kom í íbúðina.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var einn í íbúðinni og var hann skoðaður í sjúkrabíl en ekki þurfti að flytja hann á slysadeild til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert