NATO ekki séð FFH við Íslandsstrendur

Orrustuþota þessi er af tegundinni F-35 en hún var hér …
Orrustuþota þessi er af tegundinni F-35 en hún var hér í loftrýmisgæslu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óþekkt loft­för, eða fljúg­andi furðuhlut­ir (FFH) í lík­ingu við þau sem grandað hef­ur verið yfir Norður-Am­er­íku að und­an­förnu hafa ekki sést á loft­rýmis­eft­ir­lits­svæði Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) sem Ísland ber ábyrgð á. Kem­ur þetta fram í svari ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Eft­ir­lits­geta ís­lenska loft­varna­kerf­is­ins er sam­bæri­leg og hjá öðrum ríkj­um NATO enda kerfið hér hluti af samþættu loft­varna­kerfi banda­lags­ins. Komi óþekkt loft­för inn í loft­rým­is­svæðið met­ur her­stjórn NATO nauðsyn­leg viðbrögð. Gæti það falið í sér að senda orr­ustuþotur frá Kefla­vík til móts við hin óþekktu loft­för. Sé þess ekki kost­ur að bregðast við með þotum héðan get­ur NATO kallað eft­ir sveit­um grann­ríkja.

Enn er lítið vitað um þau loft­för sem grandað var vest­an­hafs. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert