Nýja bryggjan breytir svip bæjarins

Svona sjá arkitektar fyrir sér hafnaraðstöðuna milli Torfunefs og Hofs.
Svona sjá arkitektar fyrir sér hafnaraðstöðuna milli Torfunefs og Hofs. Tölvumynd/Arkþing

Nágrenni miðbæjarins á Akureyri öðlast nýjan svip með þeim hafnarframkvæmdum þeim sem nú standa yfir. Gamla Torfunesbryggjan sem gekk út í Pollinn, beint fram af Kaupvangsstræti í Gilinu svokallaða, hefur verið rifin, enda var hún orðin ónýt og hættuleg. Í framhaldi af því var hafist handa um jarðvegsframkvæmdir og uppfyllingu sem er ögn sunnar en fyrri bryggja stóð. Þar er einnig verið að slá niður stálþili fyrir viðlegukant sem verður um 150 metra langur.

„Þetta er mikil framkvæmd og verkefni sem var brýnt að hefjast handa um. Hafnsækin ferðaþjónusta hér á Akureyri hefur verið í miklum vexti síðustu árin sem krefst þess að aðstaða sem þarf sé sköpuð. Hægt verður að leggja hvalaskoðunar- og skemmtibáta að viðlegukantinum nýja og jafnvel allra minnstu skemmtiferðaskipum,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert