Ríkissáttasemjari ekki bundinn af samningi

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu EfIng­ar og Sam­taka at­vinnulífsins.
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu EfIng­ar og Sam­taka at­vinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkomulag ríkissáttasemjara og Eflingar, um að una niðurstöðu Landsréttar í innsetningarmáli embættisins gegn verkalýðsfélaginu, er ekki skuldbindandi.

Samkvæmt lögum um meðferð einkamála var hvorugum aðilanum heimilt að afsala sér málskotsrétti sínum áður en Landsréttur kvað upp úrskurð sinn í málinu á mánudag.

Ríkissáttasemjari gæti því enn reynt að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar.

Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við lagadeild Háskóla Íslands, staðfestir þessa túlkun laganna í samtali við Morgunblaðið.

Lög um meðferð einkamála

Samkomulagið gerði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari fyrir hönd embættisins, áður en Landsréttur kvað upp úrskurð sinn.

Samkvæmt 2. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, má ekki afsala sér rétti til að skjóta máli til Hæstaréttar fyrr en niðurstaða Landsréttar liggur fyrir.

Nánar tiltekið segir í ákvæðinu: „Afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar, hvort heldur berum orðum eða þegjandi, verður ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert