Samninganefnd Eflingar er mætt aftur í Karphúsið. Nú fyrir skömmu mátti heyra mikil fagnaðarlæti úr fundarherbergi Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vildi ekki tjá sig hvers vegna nefndin fagni. Hún er nú á lokuðum fundi með ríkissáttasemjara og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (SA).
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og SA, hefur boðað tíðindi í kjaradeilunni í kvöld.