Samninganefnd Eflingar fagnar

Sólveig Anna viðist vera bjartsýn.
Sólveig Anna viðist vera bjartsýn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samninganefnd Eflingar er mætt aftur í Karphúsið. Nú fyrir skömmu mátti heyra mikil fagnaðarlæti úr fundarherbergi Eflingar.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vildi ekki tjá sig hvers vegna nefndin fagni. Hún er nú á lokuðum fundi með ríkissáttasemjara og fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (SA).

Ástráður Har­alds­son, sett­ur rík­is­sátta­semj­ari í kjara­deilu Efl­ing­ar og SA, hefur boðað tíðindi í kjara­deil­unni í kvöld.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert