Skoða aðlögun að félagsfólki Eflingar

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins.
Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Hákon Pálsson

„Það er svo sem ánægju­legt að Efl­ing samþykkti þessa beiðni. Við hefðum gjarn­an viljað fá þetta samþykki fyrr, og höfðum farið fram á það, en við sætt­um okk­ur við þessa til­lögu að fresta verk­föll­um núna til sunnu­dags­kvölds og sjá­um hvað fram vind­ur,“ seg­ir Ragn­ar Árna­son, for­stöðumaður vinnu­markaðssviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA), í sam­tali við mbl.is.

Efl­ing hef­ur samþykkt að fresta verk­föll­um fé­lags­fólks síns fram á miðnætti sunnu­dags. SA höfðu farið fram á frest­un verk­falla til lengri tíma.

„Við fór­um fram á frest­un verk­falla til lengri tíma en ein­ung­is til miðnætt­is á sunnu­dags­kvöldi. Við töld­um að það væri nauðsyn­legt að fresta verk­föll­um þannig að samn­ingsaðilar gætu ein­beitt sér að viðræðum og verið hér á ein­um stað en ekki út um all­an bæ í tengsl­um við boðaðar vinnu­stöðvan­ir,“ seg­ir Ragn­ar enn frem­ur.

Áður boðið aðlög­un

Efl­ing hef­ur áður sagt að ekki komi til greina að fresta verk­fallsaðgerðum nema „eitt­hvað raun­veru­legt“ komi frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. 

Spurður hvort SA hafi boðið Efl­ingu eitt­hvað sem samn­inga­nefnd verka­lýðsfé­lags­ins gat ekki staðist seg­ir Ragn­ar:

„Efl­ing þekk­ir auðvitað þann ramma sem við erum að vinna með, sem auðvitað bygg­ir á þeim samn­ing­um sem þegar hafa verið gerðir og samþykkt­ir af góðum þorra launa­fólks. Við höf­um ekki boðið annað held­ur en að vinna með þann ramma, en skoða ein­hvers­kon­ar aðlög­un að fé­lags­fólki Efl­ing­ar, eins og við höf­um reynd­ar áður boðið. Þannig að þetta er í raun sú vinna sem við erum að fara í strax í fyrra­málið.“

En hvað þýðir að skoða ein­hvers kon­ar aðlög­un að fé­lags­fólki Efl­ing­ar?

„Vissu­lega er Efl­ing með ákveðnar áhersl­ur sem snúa að ákveðnum hóp­um sem eru kannski þá meira ein­kenn­andi hérna fyr­ir Reykja­vík­ur­svæðið og við erum þá bara til­bú­in að skoða það og fara nán­ar í gegn­um það og þær for­send­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert