Stefna á að ljúka samningi um helgina

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, í …
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, í Karphúsinu í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

Ástráður Har­alds­son, sett­ur rík­is­sátta­semj­ari, tel­ur sam­komu­lagið milli Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, um að fresta verk­fallsaðgerðum fram á sunnu­dag, vera til marks um það að deiluaðilar séu bún­ir að sam­mæl­ast um að grund­völl­ur sé fyr­ir al­vöru kjara­samn­ingsviðræður.

Ástráður hef­ur boðað nýj­an fund klukk­an 10 í fyrra­málið.

Þetta til­kynnti hann að fundi lokn­um í Karp­hús­inu fyr­ir skömmu, þar sem hann greindi einnig frá svo­kölluðu fjöl­miðlabanni til þess að tryggja vinnufrið.

Eigi að geta dugað

Að sögn Ástráðs stefna Efl­ing og SA á að ljúka samn­ingi um helg­ina. 

Hann kvaðst ekki geta full­yrt um hvort að tím­inn til stefnu myndi duga til að ná samn­ing­um í hús. 

„Ég held ef að menn ein­henda sér í verk­efnið að þá eigi það að geta dugað. Ég vona það alla­vega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert