Stefna á að ljúka samningi um helgina

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, í …
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, í Karphúsinu í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, telur samkomulagið milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, um að fresta verkfallsaðgerðum fram á sunnudag, vera til marks um það að deiluaðilar séu búnir að sammælast um að grundvöllur sé fyrir alvöru kjarasamningsviðræður.

Ástráður hefur boðað nýjan fund klukkan 10 í fyrramálið.

Þetta tilkynnti hann að fundi loknum í Karphúsinu fyrir skömmu, þar sem hann greindi einnig frá svokölluðu fjölmiðlabanni til þess að tryggja vinnufrið.

Eigi að geta dugað

Að sögn Ástráðs stefna Efling og SA á að ljúka samningi um helgina. 

Hann kvaðst ekki geta fullyrt um hvort að tíminn til stefnu myndi duga til að ná samningum í hús. 

„Ég held ef að menn einhenda sér í verkefnið að þá eigi það að geta dugað. Ég vona það allavega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert