Stór hópur kýs um verkfall

Eflingarfólk tekur ákvörðun um það hvort vinnustöðvun verður fyrir valinu.
Eflingarfólk tekur ákvörðun um það hvort vinnustöðvun verður fyrir valinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stór hópur Eflingarfólks hóf kosningu um vinnustöðvun í hádeginu í dag. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan 12 og mun standa til 18.00 á mánudag samkvæmt því sem kemur fram á vef Eflingar.  

Atkvæðagreiðslan nær til ræstingafólks, nær alls starfsfólks hótela og gistiheimila og starfsfólks öryggisgæslufyrirtækja. 

Verði vinnustöðvun samþykkt er áætlað er að hún hefjist klukkan 12 að hádegi þriðjudaginn 28. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert