Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er farin úr Karphúsinu þar sem fundað hefur verið í dag vegna kjarasamninga Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.
Sólveig var á leið á stjórnarfund Eflingar en hún væntir þess að koma aftur í Karphúsið síðar í dag.
Í beinu framhaldi af stjórnarfundi mun trúnaðarráð Eflingar funda. Sólveig mun fara yfir stöðuna með þeim.
Spurð hvernig viðræður hafi gengið í dag segir Sólveig: „Ég veit það ekki alveg.“
Kveðst hún þó vongóð um að hægt verði að ná samningum.