Trúnaðarráð og stjórn Eflingar fundar

Sólveig Anna væntir þess að koma aftur í Karphúsið síðar …
Sólveig Anna væntir þess að koma aftur í Karphúsið síðar í dag. mbl.is/Hákon

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, er far­in úr Karp­hús­inu þar sem fundað hef­ur verið í dag vegna kjara­samn­inga Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Sól­veig var á leið á stjórn­ar­fund Efl­ing­ar en hún vænt­ir þess að koma aft­ur í Karp­húsið síðar í dag.

Í beinu fram­haldi af stjórn­ar­fundi mun trúnaðarráð Efl­ing­ar funda. Sól­veig mun fara yfir stöðuna með þeim.

Spurð hvernig viðræður hafi gengið í dag seg­ir Sól­veig: „Ég veit það ekki al­veg.“

Kveðst hún þó vongóð um að hægt verði að ná samn­ing­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert