„Við viljum taka þátt í að auglýsa og kynna svæðið. Það er nú ýmislegt skemmtilegt í boði hér á Suðurnesjum,“ segir Davíð Ásgeirsson, einn aðstandenda Litla brugghússins í Garði.
Litla brugghúsið fékk á dögunum styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja upp á 1,25 milljónir króna til vöruþróunar og markaðssetningar á nýrri vöru. Um er að ræða nýjan bjór sem mun eiga skírskotun í eldgosin á Reykjanesi síðustu tvö ár en einnig verður þróuð gjafapakkning með fimm bjórum brugghússins sem vísa í staðhætti á svæðinu.
Nýi eldgosabjórinn bætist í hóp fjögurra bjóra sem Litla brugghúsið selur nú í Vínbúðunum en auk þess hefur það sent frá sér jóla- og páskabjóra.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.