Fimm fluttir á slysadeild – slökkvistarfi lokið

Slökkviliðsmenn að störfum í morgun á vettvangi.
Slökkviliðsmenn að störfum í morgun á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm voru fluttir á slysadeild eftir eldinn sem kviknaði á áfangaheimilinu Betra líf í Vatnagörðum í morgun. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu glímdu allir fimm einstaklingarnir við óþægindi vegna reyks en enginn er alvarlega slasaður.

Allir sem voru í húsnæðinu komust út af sjálfsdáðum. 

Slökkviliðið hefur lokið við að slökkva eldinn og er byrjað að ganga frá. Reykurinn í húsnæðinu var talsvert mikill og kviknaði eldur í að minnsta kosti einu rými.

Reykræstingu er lokið, auk þess sem slökkt hefur verið í glæðum. Starfsmenn Rauða krossins mættu á staðinn til að veita þeim aðstoð sem á þurftu að halda. 

Lögreglan er að taka við vettvanginum og mun í framhaldinu rannsaka upptök eldsins. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is kviknaði eld­ur­inn í einu her­bergi áfanga­heim­il­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert