Sigurður Ingi Jóhannesson, innviðaráðherra, samþykkti nýlega tillögu um að hækkað framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2023 um 5 milljarða króna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Hækkunin er tilkomin vegna málefna fatlaðs fólks, sem eru á höndum sveitarfélaganna, og munu heildarframlög til sjóðsins vegna málaflokksins nú nema 27,4 milljörðum króna.
Rekja má hækkunina til samkomulags sem fjármála- og efnahagsráðherrra, innviðaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra undirrituðu við formann og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk.
Með samkomulaginu munu 5 milljarðar færast árlega frá ríkinu til sveitarfélaganna, í gegnum Jöfnunarsjóðinn. Fyrsta greiðsla framlaganna mun vera núna í febrúar.