Reykjavíkurborg hefur boðið nokkrum aðilum til viðræðna vegna fyrirhugaðrar lóðaúthlutunar á Hólmsheiði. Þá er velferðarráðuneytinu og ferðaþjónustufyrirtækjum boðið til viðræðna.
Þau eru gagnaverin Verne Global og North Ventures, heilbrigðisfyrirtækin ATP Holding og Parlogis og svo Ölgerðin.
Jafnframt mun borgin ræða við velferðarráðuneytið vegna lóðar undir vistunarúrræði. Þá verður fyrirtækjum í þyrluþjónustu boðið til viðræðna sem og ferðaþjónustufyrirtækinu Safari hjól. Jafnframt mun borgin ræða við bílaumboðin Heklu og Brimborg og Eykt.
Óli Örn Eiríksson, teymisstjóri Athafnaborgarinnar á skrifstofu borgarstjóra, segir um tugmilljarða fjárfestingu að ræða. Til marks um það áformi Verne Global að fjárfesta fyrir 400 milljónir dala, um 58 milljarða króna á núverandi gengi, í nýju gagnaveri.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.