Uppgreiðslugjald ekki endurgreitt

ÍL-sjóður þarf ekki að endurgreiða uppgreiðslugjald sem innheimt var þegar húsnæðislán sem tekið var árið 2008 var greitt upp. Hæstiréttur komst að þessari niðurstöðu í vikunni.

Í málinu var deilt um heimild ÍL-sjóðs til að krefja karl og konu um þóknun við uppgreiðslu á húsnæðisláni í nóvember 2019. Ágreiningurinn laut einkum að afleiðingum þess að í skilmálum lánssamningsins skorti ákvæði um útreikning þóknunarinnar þrátt fyrir lagaskyldu þar um og hvort fólkið ætti af þeirri ástæðu rétt á endurgreiðslu hennar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert