Bjart í veðri

Frost verður á bilinu 1 til 8 stig.
Frost verður á bilinu 1 til 8 stig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fremur hægur vindur er á landinu og verður almennt þokkalega bjart í veðri en þungbúnara á norðanverðu landinu með lítilsháttar éljum. Frost verður á bilinu 1 til 8 stig.

Síðdegis nálgast skilabakki úr suðvestri og gengur í suðaustan 10 til 15 m/s sunnan- og vestanlands undir kvöld með snjókomu eða slyddu. Þá hlýnar heldur í veðri.

Á morgun gera spár síðan ráð fyrir að miðja lægðar gangi yfir hluta landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert