Einn heppinn miðaeigandi fékk fyrsta vinning þegar dregið var út í Lottó í kvöld.
Fær hann tæpa 21 milljón króna í sinn hlut fyrir vikið, en miðinn var keyptur á lotto.is.
Eins var heppnin með öðrum miðaeiganda sem hreppti 2. vinning og fær hann rúmar 960 þúsund krónur. Sá miði var einnig keyptur á lotto.is.
Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker kvöldsins en tveir voru með 2. vinning og fá 100 þúsund í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir á N1 að Lækjargötu í Hafnarfirði og á lotto.is.