Halldór Benjamín risinn úr rekkju

Halldór Benjamín var glaður í bragði við komuna í Karphúsið.
Halldór Benjamín var glaður í bragði við komuna í Karphúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er aftur kominn að samningaborðinu í Karphúsinu, húsnæði ríkissáttasemjara.

Halldór þurfti frá að hverfa vegna veikinda á miðvikudaginn var en Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA hefur staðið vaktina fyrir hönd samtakanna í fjarveru Halldórs.

Munu ræða við fjölmiðla seinna í dag

Samninganefnd Eflingar og SA halda áfram fundum í dag en á fimmtudaginn samþykkti Efling að fresta verkföllum fram yfir helgi. 

Ástráður Haraldsson var settur sem tímabundinn ríkissáttasemjari eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá deilunni.

Ástráður mun ræða við fjölmiðla um gang mála í deilunni þegar líða tekur á daginn. 

Halldór Benjamín ásamt Eyjólfi Árna, sem stóð vaktina í fjarveru …
Halldór Benjamín ásamt Eyjólfi Árna, sem stóð vaktina í fjarveru Halldórs. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert