Vegfarendur og íbúar í Hafnarfirði hafa eflaust margir rekið upp stór augu í morgun en tveir hvalir hafa sést þar skammt fyrir utan höfnina.
Svo virðist sem að um tvo hnúfubaka sé að ræða.
Ljósmyndari mbl.is fór á vettvang og náði örfáum myndum af þessum skepnum.