Kalla á endurmat á samningum

Marta segir að tími sé kominn til að borgarfulltrúar séu …
Marta segir að tími sé kominn til að borgarfulltrúar séu bæði upplýstir um og ræði Samgöngusáttm´lann eins og hann er í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að verulegur forsendubrestur sé varðandi samgöngusáttmálann eftir að uppfærð kostnaðaráætlun hans hækkaði um 50%. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn um að endurskoðunarákvæði sáttmálans verði nýtt.

„Það hefur orðið veigamikill forsendubrestur á þessum sáttmála. Síðan eru þessar vanefndir á framkvæmdum, sem dæmi gatnamótin á Bústaðaveg við Reykjanesbraut, Arnarnesvegur og tengingin við Breiðholtsbraut og síðan ljósastýringarnar sem áttu að koma án tafar. Ljósastýringarnar eru ekki hár kostnaðarliður en talið er að þær muni auka umferðarflæði um a.m.k. 20%. Þessum framkvæmdum á öllum að vera lokið en nú hefur ekki einu sinni verið byrjað á þeim,“ segir Marta.

„Svo er fjármögnunin enn óútfærð og það liggur ekki fyrir rekstraráætlun eða rekstrarkostnaður við borgarlínu. Slíkar vanefndir og vanáætluð kostnaðaráætlun kalla á endurmat á samningnum. Þess vegna finnst okkur rétt að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans verði virkjað.“

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert