Svör Davíðs vekja undrun

Vilhjálmur Árnason og Marta Guðjónsdóttir.
Vilhjálmur Árnason og Marta Guðjónsdóttir.

Vil­hjálm­ur Árna­son, formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir fram­kvæmd sam­göngusátt­mál­ans ekki vera að þró­ast í takt við þá stefnu­mörk­un sem lög­gjaf­inn hafði lagt upp með. Hann tel­ur vert að leggja meiri áherslu á efl­ingu Strætó til skamms tíma en út­færslu Borg­ar­línu.

Marta Guðjóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi tek­ur í sama streng.

„Frá því að sam­göngusátt­mál­inn var samþykkt­ur hef­ur mark­miðið með hon­um verið að greiða og hraða fram­kvæmd­um og tryggja greiðari og fjöl­breytt­ari sam­göng­ur,“ seg­ir Vil­hjálm­ur sem tel­ur þess vegna mik­il­vægt að huga að end­ur­skoðun sátt­mál­ans.

Seg­ist hann enn frem­ur ætla að beita sér fyr­ir slíkri end­ur­skoðun inn­an um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar.

Seg­ir lausn­ina kunna að fel­ast í bættu stræt­is­vagna­kerfi 

Hann telji end­ur­skoðun­ina ekki síst mik­il­væga í ljósi nú­ver­andi ástands strætó­kerf­is­ins sem hann seg­ir vera komið í „öngstræti“.

Vil­hjálm­ur seg­ir mögu­lega lausn þess vanda vera að fjölga for­gangsak­rein­um fyr­ir stræt­is­vagna og betri ljós­a­stýr­ingu. Þá hef­ur hann áhyggj­ur af því að fyrstu áfang­ar borg­ar­línu séu með of þrönga notk­un­ar­skil­yrði.

„Mér sýn­ist flest­ir vera sam­mála um það að það gangi ekki að ein­beita sér að ein­hverri tíu til fimmtán ára fram­kvæmd með borg­ar­línu á meðan Strætó er nán­ast á hasun­um ak­andi um á óum­hverf­i­s­væn­um bíl­um sem fólk vill ekki nota því hann er svo lengi á milli staða.“

For­gang­ur ljós­a­stýr­inga for­senda sátt­mál­ans

Vil­hjálm­ur seg­ist ekki sam­mála Davíð Þor­láks­syni fram­kvæmda­stjóra Betri sam­gangna sem kom því á fram­færi við mbl.is í dag að skil­virkni ljós­a­stýr­inga hefði ekki verið sönnuð:

„Það var Alþingi sem sagði að ljós­a­stýr­ing­in væri fremst og það var vegna þess að það get­ur bætt mál­in sem get­ur gefið okk­ur frek­ari upp­lýs­ing­ar um um­ferð og hjálpað okk­ur að taka næstu ákv­arðanir. Þeir hafa ekki sjálfs­vald um það hvort þeir breyti þeirri for­gangs­röðun.“

Hann seg­ir það ekki eiga að breyta neinu þó það sé ekki sannað af ráðgjöf­um Betri sam­gagna eða annarra að ljós­a­stýr­ing­in nái fimmt­ungi betra flæði eða ögn minna.

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Al­var­legt að fram­kvæmda­stjóri rík­is­stofn­un­ar saki hana um rang­færsl­ur

Marta Guðjóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks tek­ur í sama streng eins og áður sagði. Seg­ir hún að sam­kvæmt Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins myndi 15% minnk­un í um­ferðart­öf­um í höfuðborg­inni með ljós­a­stýr­ingu skila um 80 millj­örðum í ábata fyr­ir fyr­ir­tæki og heim­ili á líf­tíma fjár­fest­ing­ar­inn­ar.

Marta seg­ir það enn­frem­ur al­var­legt að Davíð saki hana um rang­færsl­ur og seg­ir hann þannig vera að af­vega­leiða umræðuna sem emb­ætt­ismaður sem hún seg­ir að sé al­var­legt.

Óum­deilt sé að upp­reiknaður kostnaður vegna hluta sam­göngusátt­mál­ans hafi hækkað um 50 millj­arða króna eða úr 120 millj­örðum í 170 millj­arða.

„Þetta fer a.m.k. í 180 millj­arða þegar haft er í huga að ekki hef­ur verið upp­færður nema hluti sátt­mál­ans, ekki 2., 3., 4., 5. og 6. áfangi Borg­ar­línu. Þetta er þá 50% hækk­un á sátt­mál­an­um á rúm­um þrem­ur árum,“ seg­ir Marta í skrif­legu svari við full­yrðing­um Davíðs fyrr í dag.

Hún kveðst þá ósam­mála reikniaðferðum Davíðs á upp­færðum kostnaðaráætl­un­um og seg­ir að eng­um lyk­ilfram­kvæmd­um í upp­bygg­ingu Borg­ar­línu sé enn lokið.

„Ég nefni þar til sög­unn­ar meðal ann­ars mis­læg gatna­mót við Bú­staðaveg og Reykja­nes­braut og fram­kvæmd­ir við Arn­ar­nes­veg og Breiðholts­braut en þess­um stóru fram­kvæmd­um átti að ljúka 2021. Þetta á fram­kvæmda­stjór­inn að vita en þegir þunnu hljóði um.“

Mark­mið sátt­mál­ans hafi ekki gengið eft­ir

Vil­hjálm­ur tek­ur und­ir gagn­rýni Mörtu og seg­ist hafa verið undr­andi á um­mæl­um Davíðs.

„Þau eru alla vega ekki í takti við samþykki Alþing­is.“

Vil­hjálm­ur seg­ir sjálf­stæðis­menn hafa samþykkt sam­göngusátt­mál­ann til að tryggja að all­ir ferðamát­ar yrðu greiðari og að þeir sam­göngu­mát­ar yrðu byggðir á skjót­an og hag­kvæm­an hátt

Finnst þér vinn­an að því mark­miði hafa tek­ist hingað til?

„Ég hef alla­vega ekki séð neitt sem sýn­ir það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert