Tilkynnt um mann sem reyndist fara húsavillt

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni barst í gær tilkynning um mann sem var að reyna að komast inn í hús. Maðurinn reyndist þó ekki innbrotsþjófur heldur hafði viðkomandi einfaldlega farið húsavillt.

Engar skemmdir urðu á eigninni og hafa íbúar ekki farið fram á kröfur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Kvöldið og nóttin virðast að öðru leyti hafa verið tíðindalítil. Þó nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir undir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Allir voru lausir eftir sýnatöku og gisti enginn fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert