Fær orörkulífeyri eftir „mjög vægan“ árekstur

Landsréttur sneri dómi héraðsdóm í málinu.
Landsréttur sneri dómi héraðsdóm í málinu. mbl.is/Hjörtur

Landsréttur dæmdi tryggingafélag bótaskylt vegna varanlegrar örorku konu í kjölfar „mjög vægs“ áreksturs. Dómurinn sneri þannig við dómi héraðsdóms sem hafði sýknað tryggingafélagið af kröfum konunnar.

Dómurinn taldi tryggingafélag hins bílstjórans í árekstrinum, Sjóvá, ekki hafa hnekkt niðurstöðu matsgerðar sem sýndi fram á að áreksturinn hefði haft áhrif á heilsu og starfsgetu tjónþola. 

Óverulegar skemmdir á bifreiðunum

Áreksturinn varð í ágúst árið 2017 og er lýst sem „mjög vægum“ í dómi héraðsdóms. 

„Ljósmyndir af bifreiðunum sýna óverulegar skemmdir á þeim, einungis rispur á bifreiðinni

sem stefnandi ók og rendur á hjólkoppi á afturdekki, en smávægileg beygla er á frambretti bifreiðarinnar sem ók á stefnanda og rispur á stuðara,“ segir í dóminum. 

15% varanlegur miski og örorka

Tjónþoli fór samdægurs á bráðadeild Landspítalans og var við skoðun aum aftan í hálsi og mjóbaki. Hún hafði einnig lent í umferðarslysi í júní 2016 og hlotið sambærilega áverka og var þá metin með 15% örorku.

Önnur matsgerð var unnin eftir seinna umferðarslysið en þá voru heilsukvillar sambærilegir þeim sem var lýst í fyrri matsgerð en þeir taldir hafa versnað.

Helstu einkenni voru hálstognun, tognun í brjótsbaki og kviðaröskun. Í dómi Landsréttar segir að það þrátt fyrir að áreksturinn hafi verið vægur sé mat á afleiðingum slyss alltaf einstaklingsbundið. 

„Hér að framan hefur verið lýst þeim læknisfræðilegu gögnum sem liggja fyrir í málinu þar sem fram kemur að áfrýjandi glímir við líkamlegar afleiðingar af völdum slyssins. Hefur stefndi ekki hnekkt þeirri niðurstöðu matsgerðar að áreksturinn hafi haft áhrif á heilsu og starfsgetu áfrýjanda, svo sem með því að bera hana undir örorkunefnd eða óska eftir dómkvaðningu matsmanna.“

Var bótaskylda tryggingafélagsins því viðurkennd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert