Fundarhöld halda áfram í Karphúsinu

Ráðgjafar Samtaka atvinnulífsins á leiðinni á fund í húsnæði ríkissáttasemjara …
Ráðgjafar Samtaka atvinnulífsins á leiðinni á fund í húsnæði ríkissáttasemjara í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engra frétta er að vænta úr Karphúsinu fyrr en síðdegis að sögn setts ríkissáttasemjara. Fundarhöld hófust klukkan 10 i morgun og gætu staðið fram á kvöld.

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, lýsti árangri viðræðna gærdagsins sem vonbrigðum í samtali við mbl.is. Bilið á milli samningsaðila væri mikið og þeir ósammála um hve mikið svigrúm væri til launhækkana.

Óljóst hve lengi viðræður muni standa í dag

Þó dró til tíðinda um miðjan dag þegar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sneri aftur að samningaborðinu eftir að hafa þurft frá að hverfa vegna veikinda. 

Eins og í gær munu fjölmiðlar hafa takmarkaðan aðgang að Eflingu og SA á meðan viðræður standa yfir í Karphúsinu. Ástráður vill ekki gefa neinar nákvæmar tímasetningar spurður hvenær hann geri ráð fyrir að viðræðum ljúki.

Að óbreyttu munu verkföll Eflingar hefjast aftur á morgun en þeim var frestað fram yfir helgi á fimmtudaginn. Það mun meðal annars valda röskun á olíudreifingu og hótelherbergjaþrifum.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins og Eyjólfur Árni Rafnsson, …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður þeirra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert